top of page
0A6A7251.jpeg

Hvernig varð Orðablik til ?

Orðablik er frumkvöðlafyrirtæki stofnað af okkur æskuvinkonum Ásdísi Völu Freysdóttur og Hjördísi Hafsteinsdóttur. Saman vinnum við að því að þróa og selja skapandi málörvunarvörur sem efla málþroska barna og stuðla að gæðastundum með þeim. Ásdís hefur bakgrunn í sálfræði og Hjördís er talmeinafræðingur.​

 

Hugmyndin af verkefninu kviknaði hjá Ásdísi sem hefur verið búsett erlendis s.l. 11 ár ásamt eiginmanni og þremur börnum. Markmiðið hennar hefur ávallt verið að börnin alist upp við gott íslenskt málumhverfi. Hjördís kom inn í verkefnið á síðari stigum með hugmyndafræði talmeinafræðings að leiðarljósi.​Hugmyndafræði fyrirtækisins snýr að því að nýta sameiginlega menntun og reynslu stofnenda til að hafa jákvæð áhrif á málþroska barna.

 

​Aðal markmiðið er að stuðla að samverustundum fullorðinna og barna. Á sama tíma eru börnin að læra stafina og bæta við sig orðaforða. Pokarnir eru því mjög hentugir fyrir barnafjölskyldur, ekki síst fjölskyldur af erlendum uppruna og íslenskar fjölskyldur sem búa erlendis. Auk þess geta pokarnir nýst vel í starfi talmeinafræðinga og innan leik- og grunnskóla.

bottom of page