Stafapokinn
Stafapokinn inniheldur alla stafina í íslenska stafrófinu ásamt tveimur til fjórum myndum sem tengjast hverjum staf. Myndirnar eru festar á stafinn með frönskum rennilás svo það er auðvelt fyrir börn að taka af og festa á. Pokarnir eru hannaðir með það í huga að nýtast í leik, málörvun og samveru.

Hulda Sif, master í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.
,,Ég elska að geta sameinað rólegar samverustundir með lærdóm sem styrkir í leiðinni sjálfstraust og örygggi með stafina. Það sem mér finnst hvað best við stafapokann er að hann hentar alltaf sama hvort þú hafir bara stuttar 5 mínútur eða mun lengri tíma. Einnig er hægt að nota pokann á svo fjölbreyttan hátt og miklir möguleikar! Stafapokinn er í daglegri notkun á mínu heimili."
Aðalheiður, talmeinafræðingur.
,,Ég nota stafapokann reglulega í starfi mínu sem talmeinafræðingur. Hann hentar vel fyrir breiðan hóp barna, bæði þau sem eru að byrja að þjálfa hljóðvitundina og þau sem eru lengra komin í þróun hljóðkerfisvitundar. Bókstafirnir og myndirnar í pokunum eru litríkar og aðlaðandi, sem skapar skemmtilegar og áhugaverðar stafa- og samverustundir með börnunum. Ég mæli eindregið með notkun þeirra bæði fyrir foreldra og fagfólk. Stafapokinn er frábær viðbót við það efni sem hægt er að nýta til að styrkja undirstöðufærni í lestri hjá börnum á öllum aldri!“
Sara Dögg, grunnskólakennari.
,,Stafapokinn er ótrúlega skemmtilegur og það eru svo margar leiðir til að leika með hann. Það hefur komið sér mjög vel að vera með hann í bílnum til að leika með í löngum bílferðum.
Ég á 7 og 3 ára dætur sem báðar elska hann – sú eldri notar hann til að efla læsi og sú yngri til að læra stafina og hljóðin."
Reykjanesbær
Við bjóðum uppá að fá vöruna heimsenda í Reykjanesbæ þér að kostnaðarlausu.
Afhending
Við sendum vörur hvert á land sem er með Dropp og Póstinum.











