Jólablik - jólasaga og samverudagatal
Þessi fallega og hugljúfa bók um Rúnar og ömmu Kristjönu tvinnar saman jólasögu, samveru og dagatal fram að jólum. Rúnar brallar margt skemmtilegt sem lesendur geta einnig gert og skapað góðar samverustundir.
Í sögunni er fjölbreyttur orðaforði og á hverri opnu eru ákveðin orð tekin fyrir og útskýrð nánar með það að markmiði að efla orðaforða barna.
Lítill jólapoki fylgir bókinni og á fyrstu opnu er dagatal. Í pokanum eru myndir sem tengjast hverjum kafla. Lesendur geta límt mynd á dagatalið með frönskum rennilás. Þannig er hægt að nota bókina sem niðurtalningu fram að jólum.
Við bjóðum uppá að fá vöruna heimsenda í Reykjanesbæ þér að kostaðarlausu eða fá hana senda með Dropp eða Póstinum.
Skattur innifalinn í verði.















